Innistæðueigendur fá greitt

Höfuðstöðvar Singer & Friedlander.
Höfuðstöðvar Singer & Friedlander.

Þúsundir breskra viðskiptavina Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings, munu fá inneign sína greidda út í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði innistæðueigenda þar í landi (Financial Services Compensation Scheme) er vonast til að um 3.500 innistæðueigendur fái greitt. Reynt verður að sinna þeim sem eftir standa eins fljótt og auðið er.

Greiðslurnar eiga aðeins við þá viðskiptavini sem eiga innistæður hjá Singer & Friedlander en ekki Kaupthing Edge, sem aðeins var í gegnum internetið.

Gengið hefur mun hægar fyrir viðskiptavini Kaupþings að fá greitt út innistæður sínar en t.d. fyrir þá sem áttu fjármagn inni á Icesave reikningum Landsbankans. Um tvö hundruð þúsund viðskiptavinir Landsbankans í Bretlandi fengu inneign sína greidda út fyrir jól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK