Raunvextir vel yfir 10%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Golli / Kjartan Þorbjörnsson

 Vextir af verðtryggðum lánum banka og sparisjóða eru á bilinu frá um 9% og upp í um 14%, líklega í flestum tilvikum nálægt því að vera þar um það bil mitt á milli. Því má ætla að raunvextir af verðtryggðum lánum séu í flestum tilvikum á bilinu 11-12%.

Vextir af óverðtryggðum lánum banka og sparisjóða eru frá um 20% og upp í um 25%. Dráttarvextir samkvæmt ákvörðun Seðlabankans eru nú 25,0%. Þar sem verðbólgan mælist nú um 18% eru raunvextir af verðtryggðum lánum því líklega töluvert hærri en af óverðtryggðum lánum.

Þessir vextir eru að sjálfsögðu umtalsvert hærri en í boði eru í öllum nágrannalöndum okkar, enda eru stýrivextir hér það einnig, en þeir hafa mikið að segja um þau vaxtakjör sem bankar og sparisjóðir bjóða upp á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK