Stjórnvöld leita nú að tugmilljarða króna greiðslu fjárfesta í Katar fyrir 5,1% hlut í Kaupþingi. Tilkynnt var í september að bróðir emírsins í Katar hefði keypt þennan hlut fyrir rúma 25 milljarða króna. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að þessir peningar finnist ekki.
Sjónvarpið sagði, að embættismenn veltu því nú fyrir sér hvort umrædd kaup hafi í raun átt sér stað eða hvort þau hefðu verið blekking.