Afkomuviðvörun frá Deutsche Bank

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt Reuters

Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, gaf í morgun út afkomuviðvörun þar sem fram kemur að áætlað sé að tap bankans hafi numið 4,8 milljörðum evra, 804 milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi. Segir í tilkynningu að tapið endurspegli erfiðar aðstæður á fjármálamarkaði. Útlit er fyrir að tap bankans hafi numið 3,9 milljörðum evra árið 2008.

Stjórnarformaður Deutsche Bank. Josef Ackermann, segir í tilkynningu að mikil vonbrigði séu með afkomu bankans á fjórða ársfjórðungi. Tapið og erfiðar markaðsaðstæður sýni að ákveðinn veikleiki sé í starfsemi bankans og er nú unnið að því að bæta þar úr. 

Deutsche Bank mun birta afkomu fyrir árið 2008 þann 5. febrúar nk. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Deutsche Bank í viðræðum um kaup á hlut í Deutsche Postbank.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK