Lán IMF er ónotað enn

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Samn­ing­um við Fær­ey­inga um 50 millj­óna Banda­ríkja­dala lán er lokið. Viðræður við Dani, Finna, Norðmenn, Svía, Pól­verja og Rússa um sam­tals allt að 3 millj­arða dala lán standa hins veg­ar enn yfir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabanka Íslands. Þess­ir pen­ing­ar hafa því ekki borist til bank­ans enn.

Fyrsti hlut­inn af 2,1 millj­arðs dala láni Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (IMF), 827 millj­ón­ir dala, barst Seðlabank­an­um í lok nóv­em­ber­mánaðar síðastliðins. Eru þeir fjár­mun­ir geymd­ir á reikn­ingi Seðlabank­ans hjá banda­ríska seðlabank­an­um í New York og hef­ur ekk­ert af þeim verið notað enn. Af­gang­ur­inn af lán­inu verður greidd­ur í átta jöfn­um áföng­um, um 155 millj­ón­ir dala hvert sinn, á þriggja mánaða fresti. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabank­an­um er von á næstu greiðslu þegar árs­fjórðungs­leg skoðun á efna­hags­áætl­un ís­lenskra stjórn­valda fer næst fram í fram­kvæmda­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Ætla má að það verði í næsta mánuði.

Fram­kvæmda­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins samþykkti þann 19. nóv­em­ber síðastliðinn beiðni Íslands um lán og áætl­un um að koma á efna­hags­stöðug­leika hér á landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK