Lán IMF er ónotað enn

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Samningum við Færeyinga um 50 milljóna Bandaríkjadala lán er lokið. Viðræður við Dani, Finna, Norðmenn, Svía, Pólverja og Rússa um samtals allt að 3 milljarða dala lán standa hins vegar enn yfir, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Þessir peningar hafa því ekki borist til bankans enn.

Fyrsti hlutinn af 2,1 milljarðs dala láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), 827 milljónir dala, barst Seðlabankanum í lok nóvembermánaðar síðastliðins. Eru þeir fjármunir geymdir á reikningi Seðlabankans hjá bandaríska seðlabankanum í New York og hefur ekkert af þeim verið notað enn. Afgangurinn af láninu verður greiddur í átta jöfnum áföngum, um 155 milljónir dala hvert sinn, á þriggja mánaða fresti. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er von á næstu greiðslu þegar ársfjórðungsleg skoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda fer næst fram í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ætla má að það verði í næsta mánuði.

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti þann 19. nóvember síðastliðinn beiðni Íslands um lán og áætlun um að koma á efnahagsstöðugleika hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK