Fær ekki að kaupa skuldirnar

Lánadrottnar bresku matvælaverslunarkeðjunnar Iceland, sem er að stærstum hluta í eigu Baugs, hafa hafnað beiðni keðjunnar um að kaupa til baka sumar af skuldum hennar. Keðjan hefur hins vegar fengið að kaupa fleiri verslanir að því að Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir.

Samkvæmt beiðni Icealand-keðjunnar óskuðu stjórnendur hennar eftir því að nota 75 milljónir punda, sem hún á, til að kaupa hluta af skuldum hennar á markaðsvirði. Segir í frétt Reuters að Iceland standi betur að vígi í niðursveiflunni í verslunarrekstrinum í Bretlandi en sumar aðrar keðjur. Þá segir fréttastofan að þessi aðferð, að kaupa skuldir til baka, sé umdeild á lánamarkaðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK