Hlutafé Flögu Group nú sagt einskis virði

Samkvæmt virðismati, sem unnið var af óháðu verðbréfafyrirtæki, hafa hlutabréf Flögu Group ekkert virði. Kemur þetta fram í bréfi til hluthafa Flögu, en þar er þeim tilkynnt að stærsti eigandi félagsins hafi ákveðið að leysa til sín alla hluti í Flögu á genginu 1.

Flaga Holdings LLC á 90% í Flögu Group og hefur því rétt á að leysa til sín það sem eftir stendur af hlutafé félagsins. Þann 15. desember síðastliðinn var samþykkt á hluthafafundi að færa hlutafé félagsins úr 720,7 milljónum í 500.000 krónur til að mæta uppsöfnuðu tapi. Hluthafi sem átti fyrir 10.000 hluti í félaginu á því nú 6,94 hluti og fær því 6,94 krónur greiddar fyrir hlutinn.

Í bréfinu eru ástæður endurskipulagningar félagsins reifaðar. Þar á meðal er að viðskiptabanki Flögu, Kaupþing, var kominn í greiðslustöðvun og gat ekki lengur þjónustað félagið. Stærstu eigendur Flögu, Kaupþing og Exista, áttu í verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og gátu ekki veitt félaginu aðstoð. Þá gekk illa að stofna til nýrra bankaviðskipta erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK