Neita að tryggja Ísland

mbl.is

Tvö stærstu greiðslu­trygg­inga­fyr­ir­tæki í heimi, Euler Her­mes og Atra­dius, tryggja ekki viðskipti er­lendra birgja við ís­lenska viðskipta­vini sína. Landið fær ekki grænt ljós á viðskipti við út­lönd. Stærð og staða ís­lensku fyr­ir­tækj­anna skipt­ir því ekki máli, held­ur leggj­ast ákv­arðan­irn­ar jafnþungt á fyr­ir­tæk­in.

Þetta full­yrðir Rakel Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Cred­it­in­fo, sem fundaði ásamt óform­legri nefnd á veg­um iðnaðarráðuneyt­is­ins í byrj­un nóv­em­ber með greiðslu­trygg­inga­fyr­ir­tækj­um í kjöl­far banka­hruns­ins. Nefnd­in biðlaði til greiðslu­trygg­inga­fyr­ir­tækj­anna um að þau lokuðu ekki á landið í heild sinni, held­ur myndu meta hvert fyr­ir­tæki fyr­ir sig. Þeim var vel tekið og fyr­ir­tækið Coface tók vel í beiðnina.

„Það er erfitt nú um miðjan janú­ar að viður­kenna að ráðamenn hafa ekk­ert gert til að leysa vanda fyr­ir­tækj­anna.“ Ákvörðun greiðslu­trygg­inga­fyr­ir­tækj­anna tveggja standi því óhögguð.

Greiðslu­trygg­inga­fyr­ir­tæk­in tvö hurfu frá því að meta stöðu hvers fyr­ir­tæk­is nokkr­um dög­um eft­ir að hryðju­verka­lög­in voru sett á Lands­bank­ann í Bretlandi, en þá beind­ist at­hygl­in meira að efna­hags­ástand­inu á Íslandi en ella. Þau séu ekki til­bú­in til að tryggja viðskipta­samn­ing­ana fyrr en þau fái að vita hvernig eigi að reisa at­vinnu­lífið við. Af­leiðing­arn­ar séu þær að fyr­ir­tæki hafi síðustu þrjá mánuði þurft að staðgreiða vörup­ant­an­ir. Ára­tuga viðskipta­sam­bönd hafi glat­ast.

„Þeir munu ekki opna fyr­ir viðskipt­in meðan ekki er gripið í taum­ana hér heima,“ seg­ir Rakel. „Þeir spurðu hvort vitað væri hvaða fyr­ir­tæki yrðu skil­in eft­ir hjá gömlu bönk­un­um og hvaða fyr­ir­tækj­um yrði bjargað, sem og hvað gera ætti í geng­is­mál­un­um? Þeir vita sem er að hátt hlut­fall er­lendra lána og gengið hef­ur bein áhrif á inn­kaup­in.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka