Segir allt með felldu í Kaupþingsviðskiptum

Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Q Iceland Finance ehf., eignarhaldsfélags sjeiks Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, segir allt uppi á borðum vegna kaupa félagsins á hlutabréfum í Kaupþingi í september sl. Hún segir jafnframt að félagið sé skuldlaust við Kaupþing.

„Þessi kaup voru sannarlega kláruð," segir Telma. Hún segir að kvittanir séu því til staðfestingar.

Kaup sjeiksins á hlutabréfum í Kaupþingi voru tilkynnt hinn 22. september sl. en hann keypti 37,1 milljón hluta á genginu 690 kr. á hlut. Kaupverðið var því tæpir 26 milljarðar króna og hans hátign Al-Thani varð í kjölfarið þriðji stærsti hluthafi bankans. Viðskiptin voru fjármögnuð til helminga með láni frá Kaupþingi, sem nú hefur verið greitt að fullu, og veðtryggingum.

„Það er eðlilegt að það sé verið að skoða öll viðskipti sem áttu sér stað fyrir hrunið, sérstaklega viðskipti af þessari stærðargráðu," segir Telma. Hún segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna kvittun fyrir millifærslu finnist ekki, hún hafi kvittanir frá Kaupþingi undir höndum sem staðfesti viðskiptin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK