Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í gær um 0,75 prósentustig í 3,0%, eftir að seðlabanki Evrópu lækkaði sína vexti um 0,5 prósentustig í 2,0%. Danski seðlabankinn hefur að jafnaði farið eftir ákvörðunum evrópska seðlabankans.
Hagfræðingar í Danmörku spá því almennt að munurinn á milli stýrivaxta danska seðlabankans og evrópska seðlabankans muni minnka á næstunni. Óljóst þykir þó hvenær það geti orðið.