Vaxtalækkun talin líkleg

Jean-Claude Trichet
Jean-Claude Trichet YVES HERMAN

Al­mennt er því spáð að seðlabanki Evr­ópu muni lækka stýri­vexti sína í dag úr 2,5% lík­lega í 2,0%. Ástæðan er rak­in til þess sam­drátt­ar sem tal­inn er framund­an í efna­hags­líf­inu og mik­ill­ar lækk­un­ar á verðbólgu. Gangi spá­in eft­ir verða vext­irn­ir þeir lægstu frá því í des­em­ber 2005.

Þó flest­ir virðist spá því að seðlabank­inn muni lækka vext­ina er þó ekki talið úti­lokað að svo verði ekki raun­in. Yf­ir­lýs­ing­ar banka­stjór­ans, Jean-Clau­de Trichet, frá síðustu vaxta­lækk­un í des­em­ber­mánuði síðastliðnum, hafi verið frek­ar loðnar.

Evr­ópski seðlabank­inn hef­ur lækkaði stýri­vext­ina þris­var sinn­um frá því í októ­ber úr 4,25%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK