Vaxtalækkun talin líkleg

Jean-Claude Trichet
Jean-Claude Trichet YVES HERMAN

Almennt er því spáð að seðlabanki Evrópu muni lækka stýrivexti sína í dag úr 2,5% líklega í 2,0%. Ástæðan er rakin til þess samdráttar sem talinn er framundan í efnahagslífinu og mikillar lækkunar á verðbólgu. Gangi spáin eftir verða vextirnir þeir lægstu frá því í desember 2005.

Þó flestir virðist spá því að seðlabankinn muni lækka vextina er þó ekki talið útilokað að svo verði ekki raunin. Yfirlýsingar bankastjórans, Jean-Claude Trichet, frá síðustu vaxtalækkun í desembermánuði síðastliðnum, hafi verið frekar loðnar.

Evrópski seðlabankinn hefur lækkaði stýrivextina þrisvar sinnum frá því í október úr 4,25%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK