Aflaverðmæti stóreykst

Afla­verðmæti ís­lenskra skipa nam 79,7 millj­örðum króna á fyrstu tíu mánuðum árs­ins 2008 sam­an­borið við 68,9 millj­arða á sama tíma­bili árið 2007. Afla­verðmæti jókst milli ára um 10,7 millj­arða eða 15,6%. Afla­verðmæti í októ­ber nam 9,3 millj­örðum miðað við 6,1 millj­arð í októ­ber 2007.

Afla­verðmæti botn­fisks frá janú­ar til októ­ber 2008 nam 56,6 millj­örðum sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hag­stof­unni og jókst um 9,6% miðað við sama tíma­bili árið 2007. Verðmæti þorskafla var 26 millj­arðar og jókst um 3,4% frá fyrra ári. Afla­verðmæti ýsu nam 12,8 millj­örðum, jókst um 7,8% og verðmæti karfa­afl­ans nam 6,9 millj­örðum sem er tæp 30% aukn­ing frá sama tíma­bili árið 2007. Verðmæti ufsa­afl­ans jókst einnig um­tals­vert, nam tæp­um 5 millj­örðum sem er 40,5% aukn­ing miðað við fyrstu tíu mánuði árs­ins 2007.

Verðmæti flat­fiskafla janú­ar til októ­ber nam 4,9 millj­örðum og jókst um 29,6% frá fyrra ári. Afla­verðmæti upp­sjáv­ar­afla nam 17,1 millj­arði sem er 35,2% aukn­ing miðað við fyrstu tíu mánuði árs­ins 2007. Verðmæti síld­arafl­ans janú­ar til októ­ber nam tæp­um 8 millj­örðum sem er 107,5% aukn­ing frá sama tíma­bili árið 2007. Verðmæti mak­ríls jókst einnig mikið á milli ára, nam 4,6 millj­örðum sam­an­borið við 1,6 millj­arð fyrstu tíu mánuði árs­ins 2007.
 
Verðmæti afla, sem seld­ur er í beinni sölu út­gerða til vinnslu inn­an­lands nam 30,3 millj­örðum króna sem er aukn­ing um 6,3% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keypt­ur er á markaði til vinnslu inn­an­lands dróst sam­an um 1,7% og nam 10,9 millj­örðum fyrstu tíu mánuði árs­ins. Afla­verðmæti sjó­fryst­ing­ar nam 26 millj­örðum, jókst um 27,7% og verðmæti afla sem flutt­ur er út óunn­inn nam 9,8 millj­örðum sem er 36,1% aukn­ing frá sama tíma­bili árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK