Lykilstjórnendur Glitnis í hæfnispróf

BOB STRONG

Lögfræði- og regluvörslusvið Nýja Glitnis hefur, að beiðni bankastjóra og undir stjórn regluvarðar, sett á fót sérstaka fræðslu fyrir framkvæmdastjóra og lykilstarfsmenn bankans um laga- og regluumhverfi á fjármálamarkaði.Glitnir gerir einnig kröfu um að fram fari hæfismat þegar nýir lykilstjórnendur hefja störf við bankann.

„Fræðslan er liður í að starfsmenn standist fyllstu hæfiskröfur og hafi þekkingu á þeim lagaramma sem gildir um fjármálafyrirtæki. Með því móti er bankinn að tryggja að hann hafi yfir að ráða öflugu og afar hæfu stjórnendateymi á hverjum tíma. Þá gerir bankinn einnig kröfu um að fram fari hæfismat þegar nýir lykilstjórnendur hefja störf við bankann," að því er segir í tilkynningu frá Glitni.

„Framkvæmd hæfismatsins, er á forræði regluvarðar. Regluvörður boðar viðkomandi til fundar innan mánaðar frá því viðkomandi hefur störf í bankanum. Á fundinum þarf starfsmaður að sýna fram á staðgóða þekkingu á regluverki á fjármálamarkaði og starfsreglum bankans, en með fundarboðinu fylgir listi yfir umræðuefni sem nauðsynlegt er að starfsmaður kunni skil á.

Að fundinum loknum mun regluvörður leggja mat á hvort viðkomandi hafi sýnt fram á nægilega þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda fjármálamarkaði og hvort viðkomandi starfsmaður teljist hæfur í starfið."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK