Nýta sér skattaskjól

AIG er með útibú víða um heim, hér er bækistöð …
AIG er með útibú víða um heim, hér er bækistöð í Tókýó. Reuters

Af 100 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna voru 83 árið 2007 með útibú í svonefndum skattaskjólum (sem oftast eru litlar eyjar á Karíbahafi), að því er segir í skýrslu opinberrar eftirlitsstofnunar, Government Accountability Office.   Meðal fyrirtækjanna eru Citigroup, Bank of America og News Corp.

Tryggingarisinn AIG, sem fengið hefur 150 milljarða dollara aðstoð frá stjórnvöldum þar sem talið var of hættulegt fyrir sjálft hagkerfið ef hann færi á hausinn, var með 18 útibú af áðurnefndu tagi. Tveir demókratar í öldungadeild þingsins, Carl Levin og Byron Dorgan, báðu um að skýrslan yrði gerð en þeir vilja setja lög til að berjast gegn skattaskjólum um allan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK