Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hún sækir um stöðu bankastjóra þegar starfið verður auglýst. Ákveðið hefur að auglýsa stöðuna þegar efnahagsreikningur Nýja Glitnis liggur fyrir, en gert er ráð fyrir að hann liggi fyrir í febrúar. Bankastjórnin hefur farið þess á leit við Birnu Einarsdóttur að hún haldi áfram störfum þar til ráðið hefur verið í stöðuna.
Eins og fram hefur komið hefur stjórn Nýja Glitnis ákveðið að auglýsa stöðu bankastjóra í samræmi við vilja ríkisstjórnarinnar.
Birna segir í fréttatilkynningu: ,,Við erum að takast á við mörg áríðandi verkefni sem snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Í dag vorum við að klára stefnufund bankans þar sem um 600 starfsmenn mættu í frítíma sínum til þess að móta stefnu fyrir nýjan banka. Varðandi stöðu bankastjóra þá mun ég skoða hvort ég sæki um þegar staðan verður auglýst.”