Eitt stærsta útgerðarfyrirtæki heims, A.P Möller-Mærsk í Danmörku, horfir nú fram á mjög erfiða tíma, að sögn Jyllands-Posten. Margir keppinautar skipafélagsins bjóðast nú í örvæntingu sinni til að sigla ókeypis með vörur ef greitt er fyrir hluta eldsneytiskostnaðarins.
Sagt er að búist sé við að 2009 verði erfiðasta rekstrarár fyrirtækisins frá upphafi. Mun minna er um vöruflutninga milli landa en áður vegna kreppunnar, segir í Berlingske Tidende. Mærsk býst við að þurfa að leggja fleiri gámaskipum en þeim átta sem þegar er hætt að nota.