Markaðsvirði breskra banka lækkaði um 2200 milljarða

Útibú Royal Bank of Scotland í miðborg Lundúna.
Útibú Royal Bank of Scotland í miðborg Lundúna. Reuters

Markaðsvirði breskra banka lækkaði um 17,5 milljarða punda, jafnvirði rúmlega 2200 milljarða króna, í hlutabréfaviðskiptum í dag, samkvæmt útreikningum sérfræðinga sem breska sjónvarpsstöðin Sky leitaði til. Er lækkunin rakin til yfirlýsingar Royal Bank of Scotland um að tap bankans á síðasta ári kunni að hafa numið 28 milljörðum punda.

Gengi bréfa bankans lækkaði um 67% og markaðsvirði bankans um 5 milljarða punda. Skipti engu þótt bresk stjórnvöld tilkynntu í morgun, að að þau ætluðu að leggja bankakerfinu til hundruð milljarða punda til að bæta lausafjárstöðu þess.

Gengi bréfa Lloyds Banking Group, sem varð til með samruna Lloyds og HBOS, lækkaði um 34%. Bréf Barclays lækkuðu um 10% og HSBC um 6%. Þá lækkuðu bréf í írskum bönkum verulega í dag.

Gangi það eftir, að tap á Royal Bank of Scotland hafi numið 28 milljörðum punda yrði það mesta tap eins fyrirtækis á einu ári í sögu Bretlandseyja. Gamla metið átti símafélagið Vodafone, sem tapaði 15 milljörðum punda árið 2006. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK