Markaðsvirði breskra banka lækkaði um 2200 milljarða

Útibú Royal Bank of Scotland í miðborg Lundúna.
Útibú Royal Bank of Scotland í miðborg Lundúna. Reuters

Markaðsvirði breskra banka lækkaði um 17,5 millj­arða punda, jafn­v­irði rúm­lega 2200 millj­arða króna, í hluta­bréfaviðskipt­um í dag, sam­kvæmt út­reikn­ing­um sér­fræðinga sem breska sjón­varps­stöðin Sky leitaði til. Er lækk­un­in rak­in til yf­ir­lýs­ing­ar Royal Bank of Scot­land um að tap bank­ans á síðasta ári kunni að hafa numið 28 millj­örðum punda.

Gengi bréfa bank­ans lækkaði um 67% og markaðsvirði bank­ans um 5 millj­arða punda. Skipti engu þótt bresk stjórn­völd til­kynntu í morg­un, að að þau ætluðu að leggja banka­kerf­inu til hundruð millj­arða punda til að bæta lausa­fjár­stöðu þess.

Gengi bréfa Lloyds Bank­ing Group, sem varð til með samruna Lloyds og HBOS, lækkaði um 34%. Bréf Barclays lækkuðu um 10% og HSBC um 6%. Þá lækkuðu bréf í írsk­um bönk­um veru­lega í dag.

Gangi það eft­ir, að tap á Royal Bank of Scot­land hafi numið 28 millj­örðum punda yrði það mesta tap eins fyr­ir­tæk­is á einu ári í sögu Bret­lands­eyja. Gamla metið átti síma­fé­lagið Voda­fo­ne, sem tapaði 15 millj­örðum punda árið 2006. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK