Olían í 10 dali?

Frá olíumarkaði í New York.
Frá olíumarkaði í New York. Reuters

Banda­rísk­ur sér­fræðing­ur seg­ir, að hugs­an­legt sé að verð á ol­íu­tunnu farið niður í um 10 dali áður en árið er liðið. Verðið komst hæst í 147 dali í júlí í sum­ar en nú er það komið í um 36 dali og marg­ir sér­fræðing­ar hafa spáð 25 dala olíu­verði á ár­inu.

Hag­fræðing­ur­inn Rich­ard Yamar­one, sem skrif­ar und­ir nafn­inu Nostra­da­mus í frétta­bréfi Arg­us Rese­arch, seg­ir að alls ekki sé ólík­legt að olíu­verðið falli. 

„Við lif­um á afar óró­leg­um tím­um. Við sjá­um að bæði rík­is­stjórn­ir og markaðir bregðast við með öfga­kennd­um hætti. Ég yrði ekki hissa þótt við sæj­um olíu­verð í kring­um 10 dali á ár­inu," skrif­ar hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK