Forseti Suður Kóreu, Lee Myung-bak, hefur rekið fjármálaráðherra landsins til að freista þess að auka tiltrú á ríkisstjórninni. Segir í frétt Wall Street Journal að forsetinn, sem hefur setið um eitt ár í embætti, vilji reyna að draga úr gagnrýni á stjórnina með þessu.