Ungverjar lækka vexti

Seðlabanki Ungverjalands í Búdapest.
Seðlabanki Ungverjalands í Búdapest. LASZLO BALOGH

Seðlabanki Ung­verja­lands hef­ur lækkað stýri­vexti sína um 0,5 pró­sentu­stig úr 10,0% í 9,5%. Þetta er fjórða vaxta­lækk­un bank­ans á inn­an við tveim­ur mánuðum en bank­inn hef­ur lækkað vext­ina um 0,5 pró­sentu­stig í hvert skiptið.

Í til­kynn­ingu frá ung­verska seðlabank­an­um seg­ir að ákvörðun um vaxta­lækk­un sé tek­in á grund­velli þess að út­lit sé fyr­ir að verðbólg­an í land­inu verði minni á næst­unni en spáð hafði verið. Þar að auki sé út­lit fyr­ir minni hag­vöxt en ráð var fyr­ir gert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK