deCODE semur við Landsbanka

Höfuðstöðvar deCODE í Vatnsmýri.
Höfuðstöðvar deCODE í Vatnsmýri. mbl.is/Júlíus

DeCODE genetics, móður­fé­lag Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, hef­ur gert sam­komu­lag við nýja Lands­bank­ann um að bank­inn kaupi verðbréf af deCODE fyrr­ir sam­tals 11 millj­ón­ir dala, jafn­v­irði rúm­lega 1,4 millj­arða króna.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá deCODE að fyr­ir­tækið geti  óskað þess að NBI selji fyr­ir­tæk­inu verðbréf­in aft­ur fyr­ir 31. des­em­ber 2009. Þá geti bank­inn óskað þess að deCODE kaupi bréf­in aft­ur ef fyr­ir­tæk­inu tekst að selja til­tekn­ar aðrar eign­ir fyr­ir árs­lok. 

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að deCODE haldi áfram að draga úr rekst­ar­kostnaði á sama tíma og verið sé að end­ur­skoða hvaða mögu­leik­ar eru fyr­ir hendi, þar á meðal að end­ur­skoða samn­inga og selja eign­ir.  Fyr­ir­tækið seg­ir, að sal­an á verðbréf­un­um geri því kleift að halda áfram starf­semi sinni fram á næsta árs­fjórðung. Þá yf­ir­ferð yfir rekst­ur­inn  að vera lokið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka