DeCODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gert samkomulag við nýja Landsbankann um að bankinn kaupi verðbréf af deCODE fyrrir samtals 11 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 1,4 milljarða króna.
Fram kemur í tilkynningu frá deCODE að fyrirtækið geti óskað þess að NBI selji fyrirtækinu verðbréfin aftur fyrir 31. desember 2009. Þá geti bankinn óskað þess að deCODE kaupi bréfin aftur ef fyrirtækinu tekst að selja tilteknar aðrar eignir fyrir árslok.
Í tilkynningunni kemur fram að deCODE haldi áfram að draga úr rekstarkostnaði á sama tíma og verið sé að endurskoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi, þar á meðal að endurskoða samninga og selja eignir. Fyrirtækið segir, að salan á verðbréfunum geri því kleift að halda áfram starfsemi sinni fram á næsta ársfjórðung. Þá yfirferð yfir reksturinn að vera lokið.