Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs 145 milljarðar

Hrein fjárþörf ríkissjóðs er 145 milljarðar króna á árinu sem áformað er að fjármagna með 100 milljörðum króna  af innistæðum ríkissjóðs í  Seðlabankanum og með útgáfu markaðsskuldabréfa umfram innlausn fyrir um 45 milljarða.

Gefinn verður út nýr 2ja ára flokkur ríkisbréfa í júlí og þriggja mánaða ríkisvixlar verða gefnir út mánaðarleg. Þá verða erlend lán á gjalddaga verða endurfjármögnuð en erlend lán að fjárhæð 150 milljónir evra kemur til innlausnar í maí.

Þetta kemur fram í yfirliti frá Seðlabankanum um áherslur í lánamálum árið 2009. Áætlanir gera ráð fyrir að eiginfjárframlag ríkissjóðs inn í nýju bankana nemi 385 milljörðum króna. Það verði greitt með markaðsskuldabréfum sem voru yfirtekin af ríkissjóði og Seðlabanka
Íslands vegna verðbréfalána, veð- og daglána.

Ríkissjóður kaupir markaðsskuldir af Seðlabanka fyrir um 320 milljarða og verður greitt fyrir þær með yfirtöku Seðlabankans á áður veittum lánum ríkissjóðs vegna styrkingar gjaldeyrisvaraforða að jafnvirði 220 milljarða króna og með skuldabréfi að andvirði um 100 milljarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK