Mesti samdráttur í Bretlandi

Alistar Darling, fjármálaráðherra Breta.
Alistar Darling, fjármálaráðherra Breta. Reuters

Samdrátturinn í bresku efnahagslífi verður sá mesti meðal stóru hagkerfanna í Evrópusambandinu á þessu ári, eða um 2,8%. Gangi það eftir verður það versta útkoman í Bretlandi frá því árið eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk, eða árið 1946, samkvæmt spá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Frá því var greint í gær að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerir ráð fyrir því að hagvöxtur á evrusvæðinu verði neikvæður um 1,9% að jafnaði í löndunum 16 á þessu ári.

Spá framkvæmdastjórnarinnar fyrir Bretland er verri en spá breska fjármálaráðuneytisins, sem Alistair Darling stýrir. Hafði ráðuneytið gert ráð fyrir 1,25% samdrætti á þessu ári. Darling hefur reyndar sagt eftir að sú spá var lögð fram að útkoman gæti orðið verri en það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK