Milljarðalán án áhættu

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. mbl.is/Golli

Útvald­ir viðskipta­vin­ir Kaupþings, þar á meðal Ólaf­ur Ólafs­son, ann­ar stærsti eig­andi bank­ans, fengu millj­arða króna að láni til að gera samn­inga sem þeir gátu ekki tapað á.

Kaupþing hafði lánað um 84 millj­arða króna vegna þess­ara samn­inga til er­lendra fé­laga sem voru í eigu viðskipta­vin­anna vik­urn­ar áður en bank­inn féll. Áhætt­an í viðskipt­un­um lá öll hjá Kaupþingi og hlut­höf­um bank­ans en ekki hjá fjár­fest­un­um sjálf­um. Þeir áttu hins veg­ar von á mikl­um fjár­hags­leg­um ávinn­ingi, allt að tíu millj­örðum króna.

Samn­ing­arn­ir voru gerðir með það að mark­miði að styrkja fjár­hag eig­enda þess­ara fé­laga. Til stóð að greiða út hluta af reiknuðum hagnaði samn­ing­anna fyr­ir­fram. Það náðist ekki.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins voru þess­ar lán­veit­ing­ar ekki samþykkt­ar í lána­nefnd bank­ans áður en þær voru af­greidd­ar. Það sama er að segja um fjár­mögn­un Kaupþings á kaup­um sj­eiks­ins Al-Thani á 5% í bank­an­um.

Þar sem áhætt­an í þess­um lán­veit­ing­um var stór þurfti lána­nefnd stjórn­ar Kaupþings að samþykkja þær. Sú nefnd var kölluð sam­an vik­una áður en neyðarlög­in voru samþykkt og bank­arn­ir féllu. Þar var listi af óaf­greidd­um lán­um lagður fram og hann samþykkt­ur til að ganga frá forms­atriðum.  Þar á meðal voru lán vegna of­an­greindra samn­inga. Lán­in voru því veitt án form­legs samþykk­is.

Í lána­nefnd stjórn­ar á þess­um tíma sátu Sig­urður Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður, Bjarn­freður Ólafs­son og Gunn­ar Páll Páls­son ásamt Hreiðari Má Sig­urðssyni for­stjóra.

Greiðslur Kaupþings til er­lendra fé­laga til­tek­inna viðskipta­vina síðustu vik­urn­ar fyr­ir fall námu um 120 millj­örðum króna. Á sama tíma hrikti í stoðum fjár­mála­fyr­ir­tækja í heim­in­um. 

Auk hárra lána til viðskipta­vina ákváðu stjórn­end­ur Kaupþings að kaupa skulda­bréf bank­ans á markaði fyr­ir 180 millj­ón­ir evra. Að teknu til­liti til þess fóru um 140 millj­arðar króna út úr bank­an­um á nokkr­um vik­um. Á sama tíma var um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja í heim­in­um mjög fall­valt og allt lausa­fé dýr­mætt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK