Hagfræðingar hjá norræna bankanum Nordea halda því fram að kreppan sé alls ekki eins mikil í Noregi og af er látið. Segja þeir til að mynda að um 95% af þeim Norðmönnum sem eru með fasta vinnu verði betur settir í lok þessa árs en byrjun þess. Þetta kemur fram á fréttavefnum E24.
Streinar Juel, yfirhagfræðingur hjá Nordea bankanum, segir að þrátt fyrir að laun norsks almennings muni dragast saman á árinu muni kaupmátturinn engu að síðar aukast. Það stafi af lægri verðbólgu á þessu ári en verið hefur og lægri vöxtum. Annar hagfræðingur hjá bankanum, Erik Bruce, segir hins vegar óvissu um hvernig fólk muni nýta þennan ávinning. Þar hafi áhrif að nú séu óvissutímar.