Skattayfirvöld í Bretlandi eru að setja á fót sérstakan hóp sérfræðinga sem ætlað er að skoða hugsanleg skattamál efnafólks. Markmiðið er að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra allra ríkustu hafi verið að svíkja undan skatti. Skattekjur hins opinbera hafa lækkað mikið eftir að kreppan skall á.
Í frétt á breska fréttavefnum TimesOnline segir að fólk sem býr og starfar í Bretlandi, en er með lögheimili utanlands, verði skoðað sérstaklega, með það fyrir augum hvort einhverjir þeirra telji ekki rétt fram allar tekjur sínar.