Gamall KGB-njósnari eignast The Evening Standard.

Forsíða á Evening Standard
Forsíða á Evening Standard

Daily Mail & General Trust (GMGT) hefur nú staðfest að samningar hafi tekist milli Rothermere lávarðar og rússneska milljarðamæringsins Alexander Lebedev um kaup þess síðarnefnda á Lundúnablaðinu The Evening Standard.

 Lebedev verður þannig fyrsti Rússinn til að eignast breskt stórblað og ekki hefur síður vakið athygli að Lebedev er fyrrum starfsmaður sovésku leyniþjónustunnar KGB og hefur sagst hafa nýtt sér Standard til upplýsingaöflunar þegar hann starfaði í sovéska sendiráðinu í London fyrir KGB á árum áður.

The Guardian segir að kaupverðið sé til málamynd, um 1 pund samkvæmt heimildum blaðsins, en samkvæmt samningnum eignast Lebedev 75,1% hlut í blaðinu en útgáfufyrirtæki DMGT, Associated Newspapers, eiga áfram það sem út af stendur eða 24,9%. Rússneski ólígarkinn tekur hins vegar yfir allar skuldir og skuldbindingar blaðsins en talið er að tap blaðsins á ári sé nálægt 10 milljónum punda, um 1,8 milljarður íslenskra króna.

The Guardian segir að í ljós hafi komið í gær að sonur Alexanders Lebedev sem býr og starfar í London hafði desember sl. stofnað þar hlutafélagið The Evening Press Ltd. og er talið að blaðið verði rekið í gegnum það. Samningaviðræðurnar hafa staðið í meira en ár og var talið að frá þeim yrði gengið sl.  fimmtudag. The Guardian birti þá frétt um hin fyrirhuguðu kaup sem m.a. sagði frá hér á mbl.is og mun það hafa farið í skapið á Rothermere lávarði sem taldi trúnað brotinn. Ekkert varð því af undirskrift þann daginn en yfir helgina róuðust menn og ákveðið að ganga frá samningum nú um miðja vikuna.

Alexander Lebedev á fyrir 39% hlut í rússneska blaðinu Novaya Gazeta sem hann keypti í félagi við vin sinn Michail Gorbatjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. The Guardian segir að þeir Lebedev-feðgar hafi þegar ákveðnar hugmyndir hvernig Standard eigið að líta út. Vinur ólígarkans, Geordie Greig sem nú ritstýrir tímaritinu Tatler, verði væntanlega gerður að ritstjóra eða aðalritstjóra blaðsins.

Lebedev er sagður vilja láta blaðið höfða meira til ungra Lundúnabúa og varðandi ritstjórnarstefnu hefur hann lagt allt kapp á að benda á að lífstíll hans sjálfs og metnaður sé óraveg frá hinni dæmigerðu táknmynd af rússneskum milljarðamæringum, svo að blaði verði frjálslynt og framfarasinnað.

Standard mun verða áfram til húsa í Derry Street í Kensington og deila þar margskonar þjónustu með öðrum útgáfum Associated Newspapers og senn munu einnig flytja þar inn blöðin Independent og Independent at Sunday á grundvelli áþekks þjónustusamnings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK