Samdráttur á öllum Norðurlöndum

Greiningardeild norræna bankans Nordea spáir því að samdráttur verði á öllum Norðurlöndunum á árinu. Mestur verður samdrátturinn hér á landi, eða 12% samkvæmt spá bankans og 1,5% í Svíþjóð, 1,3% í Finnlandi, 1% í Danmörku og 0,1% í Noregi.

Fjallað er um hagspá Nordea í Morgunkorni Glitnis. Þar kemur fram að fjármálakreppan komi illa niður á þessum löndum og  því sé spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu.

Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu, mest í Svíþjóð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK