„Það er bítandi næðingur en Bretland er ekki Ísland.“
Þannig hljóðar fyrirsögn á dálki David Wighton, viðskiptafréttastjóra The Times. Dálkurinn sjálfur hefst á þessum orðum:
„Það er illa komið í efnahagsmálum og fjármál ríkisins eru í afleitri stöðu, en höfum sjónarhornið rétt. City (fjármálahverfið) er ekki Reykjavík við Thames. Bretland er ekki Ísland. Sterlingspundið hefur fallið langan veg og gæti fallið frekar. En Bretland er ekki gjaldþrota.“
Wighton heldur áfram: „Bresku bankarnir urðu of stórir fyrir hagkerfið, sem gerir okkur viðkvæmari fyrir bráðnun bankakerfisins heldur en Bandaríkjamenn. En það er hvernig nærri eins öfgakennt og í tilfelli Íslands.
Húsnæðismarkaðurinn hér kann að vera ver á sig komin en í Bandaríkjunum, eins og Jim Rogers, bandaríski fjárfestirinn og fyrrum félagi George Soros heldur fram. En horfurnar eru hvergi nærri eins slæmar og á Spáni og Írlandi.
City á eftir að fara í gegnum hræðilega tíma, en það sem blasir við þýska bílaiðnaðinum er engu skárra.
Á alþjóðlegan mælikvarða eru skuldir breska ríkisins ekki svo miklar miðað við stærð hagkerfisins, þó að myndin breytist ef allar skuldir fyrirtækja og heimila eru innifaldar.
Nýlega staðfesti Standard&Poor A-þrennu mat Bretlands meðan það lækkaði mat Spánar. Og eftir alla þá útreið sem matsfyrirtækin hafa þolað eru þau ekki í stöðu til að láta nokkurn njóta vafans,“ segir Wighton.