Bretland er ekki Ísland

Frá fjármálahverfinu City í London - eða Íslandi við Thames …
Frá fjármálahverfinu City í London - eða Íslandi við Thames eins og farið er að kalla það. Reuters

„Það er bít­andi næðing­ur en Bret­land er ekki Ísland.“

Þannig hljóðar fyr­ir­sögn á dálki Dav­id Wig­ht­on, viðskiptaf­rétta­stjóra The Times. Dálk­ur­inn sjálf­ur hefst á þess­um orðum:

„Það er illa komið í efna­hags­mál­um og fjár­mál rík­is­ins eru í af­leitri stöðu, en höf­um sjón­ar­hornið rétt. City (fjár­mála­hverfið) er ekki Reykja­vík við Thames. Bret­land er ekki Ísland. Sterl­ings­pundið hef­ur fallið lang­an veg og gæti fallið frek­ar. En Bret­land er ekki gjaldþrota.“

Wig­ht­on held­ur áfram: „Bresku bank­arn­ir urðu of stór­ir fyr­ir hag­kerfið, sem ger­ir okk­ur viðkvæm­ari fyr­ir bráðnun banka­kerf­is­ins held­ur en Banda­ríkja­menn. En það er hvernig nærri eins öfga­kennt og í til­felli Íslands.

Hús­næðismarkaður­inn hér kann að vera ver á sig kom­in en í Banda­ríkj­un­um, eins og Jim Rogers, banda­ríski fjár­fest­ir­inn og fyrr­um fé­lagi Geor­ge Soros held­ur fram. En horf­urn­ar eru hvergi nærri eins slæm­ar og á Spáni og Írlandi.

City á eft­ir að fara í gegn­um hræðilega tíma, en það sem blas­ir við þýska bílaiðnaðinum er engu skárra.

Á alþjóðleg­an mæli­kv­arða eru skuld­ir breska rík­is­ins ekki svo mikl­ar miðað við stærð hag­kerf­is­ins, þó að mynd­in breyt­ist ef all­ar skuld­ir fyr­ir­tækja og heim­ila eru innifald­ar.

Ný­lega staðfesti Stand­ard&Poor A-þrennu mat Bret­lands meðan það lækkaði mat Spán­ar. Og eft­ir alla þá út­reið sem mats­fyr­ir­tæk­in hafa þolað eru þau ekki í stöðu til að láta nokk­urn njóta vaf­ans,“ seg­ir Wig­ht­on.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK