Yfirlýsing frá Stoðum

Borist hefur eftirfarandi yfirlýsing frá Stoðum:

„Vegna fréttaskýringar um málefni Stoða í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Vilja skaðabætur vegna Glitnis – Stoðir telja sig geta lögsótt ríkið vegna yfirtöku Glitnis” vilja Stoðir árétta að umræða um hugsanlega lögsókn á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna yfirtöku á Glitni er alfarið að frumkvæði nokkurra lánardrottna Stoða, ekki stjórnar félagsins eða stjórnenda. Engin ákvörðun hefur verið tekin um lögsókn og slík ákvörðun verður ekki tekin nema með samþykki meirihluta lánardrottna.

Uppsláttur Morgublaðsins er villandi og ekki í samræmi við kynningargögn Stoða sem blaðið styðst við, en þar segir: „Tekið skal fram að nokkrir lánardrottnar hafa beðið stjórnendur að kanna grundvöll fyrir mögulegri lögsókn á hendur ríkisstjórn Íslands vegna aðgerða í tengslum við yfirtöku Glitnis. Bráðabirgðalögfræðiálit bendir til þess að slík lögsókn gæti hugsanlega skilað skaðabótum.”

Í fréttaskýringunni kemur einnig fram að lánveitingar Landsbankans til Stoða séu með veði í eignarhlut Stoða í Atorku, eins og tilgreint er ranglega í kynningargögnum Stoða. Hið rétta er að Landsbankinn á veð í eignarhlutum Stoða í TM, Refresco og Atorku.“

Aths. ritsj.

Morgunblaðið stendur við sína umfjöllun og telur hana ekki villandi. Í umræddri kynningu er tvívegis minnst á mögulega lögsókn á hendur ríkisstjórn Íslands vegna yfirtöku Glitnis. Í seinna tilvikinu er hún talin upp sem ein af fimm ávininningum af því að rekstri Stoða verði haldið áfram. Þar stendur að möguleg lögsókn gæti leitt til umtalsverðra skaðabóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK