Eigið fé Stoða neikvætt um 111 milljarða króna

Eign­ir Stoða hafa  lækkað um u.þ.b. 200 millj­arða síðastliðið hálft ár. Miðað við bráðabirgðamat á verðmæti eigna fé­lags­ins um sl. ára­mót er eigið fé Stoða nei­kvætt um 111 millj­arða króna og því ljóst að gjaldþrot blas­ir við fé­lag­inu ef ekk­ert er aðhafst. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stoðum.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur samþykkti í gær beiðni stjórn­ar Stoða um fram­leng­ingu heim­ild­ar til greiðslu­stöðvun­ar til 6. apríl. Stærstu lán­ar­drottn­ar fé­lags­ins höfðu áður lýst yfir stuðningi við fram­leng­ingu greiðslu­stöðvun­ar­inn­ar

Í til­kynn­ingu frá Stoðum seg­ir, að verk­efni stjórn­enda og stjórn­ar Stoða síðustu mánuði hafi al­farið snú­ist um að verja hags­muni lán­ar­drottna eft­ir fremsta megni. Unnið hafi verið að sölu ákveðinna óskráðra eigna á viðun­andi verði en án ár­ang­urs. Í öðrum til­fell­um hafi verið komið í veg fyr­ir sölu skráðra eigna á bruna­út­sölu.

Þá hafi mik­il vinna farið í aðstoð við fé­lög sem séu að stór­um hluta í eigu Stoða og hafi lent í rekstr­ar­vanda vegna slæmr­ar stöðu Stoða og ís­lensks efna­hags­lífs. Stjórn­end­ur Stoða hafi átt fjölda funda með lán­ar­drottn­um en það hafi tor­veldað fram­gang, að marg­ir lán­ar­drottn­anna séu sjálf­ir í greiðslu­stöðvun eða gjaldþrotameðferð.

Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur starfs­semi Stoða verið tak­mörkuð, skrif­stofu í London lokað og öllu starfs­fólki sagt upp störf­um. Síðustu vik­ur hafa 8 starfs­menn á upp­sagn­ar­fresti verið að störf­um fyr­ir fé­lagið.

Á fundi með lán­ar­drottn­um þann 16. janú­ar sl. lýstu stjórn­end­ur Stoða þeirri skoðun sinni að gjaldþrot þjónaði ekki hags­mun­um lán­ar­drottna. Við gjaldþrot Stoða myndi rekst­ur fé­laga í eigu Stoða kom­ast í upp­nám og lægra verð myndi fást fyr­ir eign­ir fé­lags­ins.

Stjórn­end­ur Stoða hafa kynnt lán­ar­drottn­um drög að áætl­un um end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­hags og rekst­urs Stoða. Áætl­un­in miðast við að hluta­fé nú­ver­andi hlut­hafa verði af­skrifað að öllu leyti og lán­ar­drottn­ar breyti hluta skulda í hluta­fé. Fram­leng­ing greiðslu­stöðvun­ar­inn­ar gef­ur stjórn­end­um Stoða svig­rúm til að vinna frek­ar að end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins í nánu sam­starfi við lán­ar­drottna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK