Gengisvísitalan endaði í 210,3 stigum í dag en var 216,9 stig við upphaf viðskipta. Þetta þýðir að krónan hefur styrkst um 3,04% í dag. Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis stendur Bandaríkjadalur í 124,21 krónu. Evran er komin niður fyrir 160 krónur og var 159,4 krónur við lok viðskipta. Pundið er 170,30 krónur og danska krónan er 21,39 krónur.