Framleiðslu- og þjónustugeirarnir í Evrópu drógust saman áttunda mánuðinn í röð í janúar, en eftirspurn eftir útflutningsvörum hefur dregist saman og einkaneysla á evrusvæðinu sömuleiðis.
Sameiginleg vísitala framleiðslu- og þjónustugeiranna var 38,5 stig í janúar, samanborið við 38,2 stig í desember, sem var lægsta gildi hennar frá því að hún var fyrst tekin saman árið 1998. Allt undir 50 stigum gefur til kynna samdrátt. Samkvæmt frétt Bloomberg spá hagfræðingar því að vísitalan gæti farið í 37,4 stig á næstu mánuðum.
Þá spáir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins því að heildarlandsframleiðsla í sambandinu dragist saman um 1,9% á þessu ári og eru fyrirtæki farin að draga úr framleiðslu og fækka störfum.