Glitnir ASA var seldur sparisjóðum á undirverði: Vissu ekki um stöðu Haugan

Skilanefnd Glitnis hafði ekki vitneskju um það að Finn Haugan, sem leiddi 20 sparisjóði sem keyptu Glitni Bank ASA í Noregi, hefði einnig verið stjórnarformaður tryggingarsjóðs innstæðueigenda þar í landi þegar salan fór fram. Þetta staðfestir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Tryggingarsjóðurinn hafði veitt Glitni lán til sjö daga til að verjast áhlaupi sem gert var á bankann í kjölfar bankahrunsins á Íslandi gegn því að Glitnir ASA færi í söluferli á meðan. Norska fjármálaeftirlitið ýtti einnig mjög á eftir lausn á málinu. Sparisjóðirnir, undir forystu Haugan, keyptu Glitni ASA að lokum á 300 milljónir norskra króna, 5,5 milljarða króna. Bankinn er í dag, þremur mánuðum síðar, verðmetinn á tvo milljarða norskra króna, 36,5 milljarða króna.

Aðspurður hvort vitneskja um tvöfalda stöðu Haugans hefði breytt afstöðu skilanefndarinnar til sölunnar segist Árni ekki geta sagt til um það. „Við vorum ekki í neitt allt of góðri aðstöðu. Við áttum ekki mjög marga vini til að leita til á þessum tíma.“ Sparebank 1 SMN, sem Haugan stýrir, færði nýverið virði fjórðungshlutar síns í bankanum upp um 500 milljónir norskra króna, eða 9,1 milljarð króna.

Voru að tryggja risalán

Árni segir að bankinn hafi verið seldur á sínum tíma fyrst og fremst til að tryggja lán upp á 600 milljónir evra, um 97 milljarða evra, frá móðurbankanum á Íslandi til dótturbankans í Noregi. Það lán er á gjalddaga í sumar. „Í fyrstu vikunni eftir að Glitnir féll var gert áhlaup á bankann í Noregi. Við gátum ekki sent þeim neina peninga til að bakka þá upp og voru í læstri stöðu. Því fengum við sjö daga neyðarlán hjá tryggingasjóði innstæðueigenda í Noregi og settum upp söluferli í millitíðinni. Það sem meira er að við vorum með þetta 600 milljóna evra lán til bankans frá Glitni á Íslandi. Með því að selja hann, þó hann seldist fyrir lítið verð, vorum við fyrst og fremst að tryggja þetta stóra lán. Annars hefði bankinn getað farið í þrot og þá hefði verið alls óvíst hvort við hefðum fengið greitt af láninu.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK