Gengi krónunnar hefur haldið áfram að styrkjast í morgun eftir talsverða styrkingu á föstudag. Gengisvísitalan stendur í 209,30 stigum en var 210,30 við upphaf viðskipta. Það þýðir að gengi krónunnar hefur styrkst um 0,48%, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengi Bandaríkjadals stendur í 122,89 krónum, evran er 159,09 krónur, pundið 169 krónur og danska krónan er 21,348 krónur.