Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Glitnis spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum en vaxtaákvörðun bankastjórnarinnar verður kynnt á fimmtudag. Gangi það eftir verða stýrivextir bankans áfram 18%.

Glitnir segir, að framundan sé flot krónunnar og bankinn vilji mæta því með mikinn mun innlendra og erlendra vaxta. Verðbólgan sé líka enn mikil og raunstýrivextirnir reiknaðir sem munurinn á verðbólgunni nú og stýrivöxtunum eru neikvæðir.

Verðbólguhorfur séu hins vegar viðunandi að því gefnu að krónan haldist stöðug eða styrkist. Verðbólgan samkvæmt spá Glitnis ætti að vera komin í markmið Seðlabankans á fyrri hluta árs 2010. 

Glitnir spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um mitt árið og verði komnir niður í 11,5% í árslok. Verðbólgan verði þá á miklu undanhaldi og segist Greining Glitnis spá því að hún verði komin niður í 3,6% í upphafi næsta árs. Raunstýrivextirnir verði því nokkuð háir þá.

Með enn meiri hjöðnun verðbólgunnar og vaxandi slaka þegar líður tekur á árið 2010 megi reikna með því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir enn frekar. Gætu vextir bankans verið komnir í 5,5% í lok þess árs.     

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK