Útgefandi Viðskiptablaðsins gjaldþrota

Frá hruni bankanna hefur rekstur Viðskiptablaðsins verið gengið erfiðlega.
Frá hruni bankanna hefur rekstur Viðskiptablaðsins verið gengið erfiðlega. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

2012 ehf, áður Framtíðarsýn, móðurfélag Viðskiptablaðsins, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, en úrskurður þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi.

Var félaginu veitt heimild til greiðslustöðvunar þann 10. nóvember í fyrra, en þá var ljóst að þáverandi eigendur blaðsins, Frásögn ehf, dótturfélag Existu, myndi ekki leggja frekari fjármuni til rekstursins. Til að koma í veg fyrir að blaðið hætti að koma út keypti Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, allt hlutafé félagsins á eina krónu. Á þeim tíma námu skuldir félagsins 267 milljónum króna og fyrstu níu mánuði ársins nam 121 milljón króna.

Segir í úrskurði héraðsdóms að Gísli Freyr hafi gert þessi kaup við Frásögn fyrst og fremst vegna þess að hann taldi að ekki liði á löngu þar til Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefði fengið fjárfesta til að kaupa reksturinn og til þess að ekki yrði rof í útgáfunni. Í lok nóvember í fyrra seldi Gísli Freyr allar eignir félagsins til Mylluseturs, einkahlutafélagi Haraldar.

Eigið fé neikvætt um 110 milljónir

Kaupverðið hefði átt að greiða með yfirtöku veðskulda við Nýja Kaupþing, sem hafi verið með allsherjarveð í nær öllum eignum félagsins. Haraldi hafi frá þeim tíma tekist að koma blaðinu út, en verið á sama tíma í stöðugum viðræðum við Nýja Kaupþing um niðurfellingu skulda og við fjárfesta um aðkomu að rekstri blaðsins. Þessar viðræður hafi dregist á langinn.

Skuldir 2012 þann 31. október 2008 voru samtals um 187 milljónir króna, en eignir 77 milljónir. Skuldir umfram eignir voru því um 110 milljónir króna. Í úrskurðinum kemur fram að eigandi félagsins geti ekki lagt því til meira fé og rekstur þess hafi verið seldur. Því samþykkir héraðsdómur beiðni 2012 ehf. um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK