Richard Fuld, forstjóri fjárfestingarbankans sáluga, Lehman Brothers, seldi eiginkonu sinni glæsihús á 100 dali í nóvember. Húsið er hins vegar metið á 13,3 milljónir dala, eða um 1,6 milljarða króna.
Líklegt er talið að höfðaður verði nokkur fjöldi einkamála á hendur Fuld og hann sakaður um að hafa orðið valdur að hruni bankans í september í fyrra. Er erfitt að líta á eignatilfærslur þeirra hjóna öðrum augum en þeim að Fuld sé að reyna að bjarga eignum ef svo illa færi að hann tapaði í yfirvofandi dómsmálum.