Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,5% það sem af er degi og stendur vísitalan nú í 204 stigum en var 205 stig við lokun í gær. Bandaríkjadalur er nú 117,38 krónur, pundið 167,67 krónur, 155,83 krónur og danska krónan er 20,9 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Frá því á fimmtudaginn í síðustu viku hefur evran og dalurinn lækkað gagnvart krónunni um 6-8%.