Sex handteknir vegna kauphallarsvika

Reuters

Spænska lögreglan hefur handtekið sex menn grunaða um að hafa tekið þátt í fjársvikamáli sem tengist Kauphöllinni í Lundúnum. Alls er talið að mönnum hafi tekist að svíkja út 600 milljónir Bandaríkjadala. Meintur höfuðpaur fjársvikanna, sem hófust árið 2003, er meðal þeirra sem var handtekinn en handtökurnar fóru fram í Madrid, Barcelona og í bænum Elche.

Samkvæmt upplýsingum BBC er um að ræða svikafyrirtækið Langbar sem var skráð á AIM listann í kauphöllinni. Svikin áttu sér stað á árunum 2003-2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK