Gengisvísitala krónunnar er komin niður fyrir 200 stig en það hefur ekki gerst fyrr á árinu. Stendur vísitalan í 199 stigum en var 205 stig við upphaf viðskipta í dag. Það þýðir að gengi krónunnar hefur styrkst um 2,93% það sem af er degi. Gengi Bandaríkjadals er nú komið niður í 114,43 krónur, pundið 163,59 krónur, evran 151,98 krónur og danska krónan 20,396 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.