Uppsagnir og launalækkun hjá SPRON

Gripið hefur verið til aðgerða hjá SPRON með það að markmiði að draga úr rekstarkostnaði um allt að 50% á árinu. Verða útibú sameinuð og  stöðugildum fækkað um 10 og verða starfsmenn SPRON 190.

Þá hefur verið samið um lækkun starfshlutfalls við nokkra starfsmenn og dregið mjög úr yfirvinnu og hlunnindum. Einnig hefur verið samið um lækkun launa við þá starfsmenn sem eru með laun yfir 450 þúsund krónur. Mun lækkunin nema á  bilinu 10-30% og fer stighækkandi eftir því sem
launin eru hærri.

Sviðum SPRON hefur verið fækkað í tvö, SPRON sparisjóð og fjárhagssvið. Aðrar helstu breytingar á skipulagi félagsins er að fjárstýring verður lögð niður sem sérstakt svið og starfsemi þess færð undir Fjárhagssvið.  Ósvaldur Knudsen, framkvæmdastjóri fjárstýringar, verður með breytingunni nú forstöðumaður fjárstýringar.

Áhættustýring verður ennfremur færð undir Fjárhagssvið og verður Páll Árnason áfram forstöðumaður áhættustýringar. Valgeir M. Baldursson er framkvæmdastjóri fjárhagssviðs.

Þjónustusvið verður lagt niður og hluti starfseminnar færð undir Mannauð og rekstur og hluti undir SPRON sparisjóð. Harpa Gunnarsdóttir verður
framkvæmdastjóri Mannauðs og reksturs en hún var framkvæmdastjóri þjónustusviðs áður.  Ólafur Haraldsson verður framkvæmdastjóri SPRON sparisjóðs eins og áður. 

Upplýsingatæknisvið verður lagt niður og verða verkefni sviðsins færð undir
Mannauð og rekstur að hluta og SPRON sparisjóð að hluta.  Ólafur   Haraldsson, framkvæmdastjóri SPRON sparisjóðs gegndi stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs fyrir breytingarnar.

Starfsemi Netbankans verður óbreytt en Geir Þórðarson framkvæmdastjóri
Netbankans mun hætta hjá Netbankanum samhliða þessum breytingum og hefja störf hjá SPRON sparisjóði. Sævar Þórisson tekur við starfi framkvæmdastjóra Netbankans en hann var áður markaðsstjóri Netbankans.

Unnið er að endurskoðun á starfsemi Frjálsa fjárfestingabankans og SPRON verðbréfa með það að markmiði að ná fram frekari hagræðingu með samþættingu verkefna milli félaganna og SPRON. Kristinn Bjarnason er  framkvæmdastjóri Frjálsa Fjárfestingabankans og Björg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri SPRON verðbréfa.

Við breytingarnar verður útibúi SPRON í Skeifunni lokað og starfsemi þess færð í útibú SPRON í Borgartúni.  Útibú SPRON verða sex eftir breytingarnar.

Guðmundur Hauksson forstjóri SPRON, segir í tilkynningu, að ljóst sé að með vaxandi efnahagsþrengingum muni verkefni banka og sparisjóða
breytast og tekjumöguleikar þeirra dragast verulega saman næstu  misserin.

Tekið er fram, að  þessar aðgerðir séu óháðar áformum um sameiningu SPRON, Sparisjóðsins í Keflavík og Byrs en muni styðja við þau áform. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK