Verðbólgan 18,6%

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,8% í janúar
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,8% í janúar Brynjar Gauti

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í janú­ar 2009  hækkaði um 0,57% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 18,6% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 21,4%. Verðbólga hef­ur ekki verið jafn mik­il á Íslandi síðan í apríl 1990 eða tæp nítj­án ár.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 0,43% frá des­em­ber.

Flug­far­gjöld lækkuðu um 14,5%

Vetr­ar­út­söl­ur eru víða í gangi og lækkaði verð á föt­um og skóm um 8,2% (vísi­tölu­áhrif -0,40%). Verð á flug­far­gjöld­um til út­landa lækkaði um 14,5% (-0,19%).

Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 1,8% (0,24%) og efni til viðhalds hús­næðis hækkaði um 3,5% (0,16%). Þá hækkaði verð á nýj­um bíl­um um 1,7% (0,12%).

Fast­skattavísi­tala neyslu­verðs hef­ur verið upp­færð á ný og er nú áfeng­is-, tób­aks- og ol­íu­gjaldi auk vöru­gjalda af bens­íni haldið föst­um eins og þau voru í nóv­em­ber 2008.

Brauð og korn­vara hækka um 73% og ávext­ir um 59%

Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 3,9% sem jafn­gild­ir 16,4% verðbólgu á ári (17,1% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis), að því er seg­ir á vef Hag­stofu Íslands.

Þrátt fyr­ir að verðbólg­an hafi auk­ist um 18,6% á tólf mánaða tíma­bili þá hef­ur verð á mat og drykkjar­vöru hækkað langt um­fram það en hækk­un­in nem­ur tæp­um 30% frá því janú­ar 2008. Ávext­ir hafa á sama tíma­bili hækkað um 59%. Brauð og korn­vara hafa hækkað um tæp 73% á einu ári, sam­kvæmt vef Hag­stofu Íslands.

Hér er hægt að sjá hækk­un á ýms­um liðum vísi­töl­unn­ar á einu ári

Verð á fatnaði og skóm lækkaði um 8,2%
Verð á fatnaði og skóm lækkaði um 8,2% mbl.is/ÞÖ​K
Verð á brauði og kornvöru hefur hækkað um tæp 73% …
Verð á brauði og korn­vöru hef­ur hækkað um tæp 73% á einu ári.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK