„Á einhverjum tímapunkti verða menn að taka áhættu“

Afgangur af vöruviðskiptum mun drraga úr líkum á því að …
Afgangur af vöruviðskiptum mun drraga úr líkum á því að mikið fjármagn fari úr landi. mbl.is/Guðmundur Rúnar

„Á einhverjum tímapunkti verða menn einfaldlega að taka áhættu og afnema höftin. Eitt af því sem mun draga úr líkum á því að mikið fjármagn fari úr landi er að það verði orðið sýnilegt að það verði mikill afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, en þess ber að geta að afgangur var af vöruskiptum í bæði nóvember og desember.
 

Millistig þangað til horfið verður til verðbólgumarkmiðs
Arnór segir að það liggi ljóst fyrir hver peningastefnan sé. Verðbólgumarkmið hafi ekki verið afnumið. „Við höfum hins vegar sagt að á meðan að þessi óvissa sé fyrir hendi að við náum því markmiði best með því að styrkja krónuna og draga úr sveiflum. Það er í rauninni einfaldlega millistig sem við þurfum að taka þangað til að við í rauninni sjálfkrafa hverfum aftur til verðbólgumarkmiðsins. En það verður erfitt að framkvæma þá stefnu á þann hátt sem við gerðum þangað til að höftin eru horfin, vegna þess að samband milli innlendra og erlendra vaxta og vaxtastigsins og gengisins rofnar við núverandi aðstæður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK