Krónan hefur ekki styrkst sem skyldi meðal annars vegna þess að í auknum mæli krefjast erlend fyrirtæki að innflutningsaðilar staðgreiði vörur sínar á sama tíma og greiðslufrestir hjá útflutningsfyrirtækjum eru að lengjast.
„Menn hafa velt fyrir sér hvers vegna krónan hefur ekki styrkst meira en raun ber vitni í ljósi þess að það var umtalsverður afgangur af vöruviðskiptunum. Það var vissulega mikill afgangur í desember [...] við núverandi aðstæður ætti viðskiptajöfnuðurinn að hafa sterkari áhrif á gengið en áður. Það vill hins vegar gleymast að á móti þessum afgangi voru miklar vaxtagreiðslur á móti,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.
Hann segir að greiðslufrestir hjá innflutningsfyrirtækjum hafi verið styttast og dæmi um að vörur séu staðgreiddar í auknum mæli á sama tíma og greiðslufrestir hjá útflutningsfyrirtækjum hafi verið að lengjast. Jafnframt hafa viðskiptakjör versnað.