Aukin staðgreiðsla hefur áhrif á gengið

Krónan hefur ekki styrkst sem skyldi meðal annars vegna þess að í auknum mæli krefjast erlend fyrirtæki að innflutningsaðilar staðgreiði vörur sínar á sama tíma og greiðslufrestir hjá útflutningsfyrirtækjum eru að lengjast.

„Menn hafa velt fyrir sér hvers vegna krónan hefur ekki styrkst meira en raun ber vitni í ljósi þess að það var umtalsverður afgangur af vöruviðskiptunum. Það var vissulega mikill afgangur í desember [...] við núverandi aðstæður ætti viðskiptajöfnuðurinn að hafa sterkari áhrif á gengið en áður. Það vill hins vegar gleymast að á móti þessum afgangi voru miklar vaxtagreiðslur á móti,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. 

Hann segir að greiðslufrestir hjá innflutningsfyrirtækjum hafi verið styttast og dæmi um að vörur séu staðgreiddar í auknum mæli á sama tíma og greiðslufrestir hjá útflutningsfyrirtækjum hafi verið að lengjast. Jafnframt hafa viðskiptakjör versnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK