Flugfragt í frjálsu falli í desember

Fragtflugvél hjá Icelandair í hleðslu.
Fragtflugvél hjá Icelandair í hleðslu. Kristinn Ingvarsson

Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, birti í dag tölur um farþegaflutninga og fragtflutninga í flugi í desember og allt árið 2008. Þar kemur fram aðflug með fragt hrundi um 22,6% í desember á sama tíma og farþegaflutningar minnkuðu um 4,6% miðað við sama tíma í fyrra.

Allt árið 2008 drógust fragtflutningar flugfélaganna saman um 4% en farþegaflutningar jukust lítillega eða um 1,6% og sætanýting var um 75,9%. 

„Þetta 22,6% frjálsa fall í fragtflutningum er án fordæma og áfall. Það er varla til skýrara dæmi um samdráttinn í heimsviðskiptum. Jafnvel í september 2001 þegar stórum hluta flugflotans var haldið á jörðu niðri, var samdrátturinn ekki nema 13,9%,“ sagði Giovanni Bisignani, forstjóri IATA. Flugfragt er um þriðjungur af vöruvirði í millilandaviðskiptum.

Fyrirframbókanir í skemmtiferðir í lok ársins áttu stærsta þáttinn í að farþegaflutningarnir drógust ekki meira saman en um 4,6% í desember. Um 1,5% niðurskurður á sætaframboði dugði ekki til að mætta minnkandi eftirspurn og lýsti sér í 2,8% samdrætti í desember í sætanýtingu í 73,8%.

Bisignani sagði að flugfélögin berðust nú við að laga framboðið að hraðminnkandi eftirspurninni. Þar til slíkt jafnvægi náist dugi lækkun eldsneytiskostnaðar ekki einu sinni til að forða flugfélögunum frá taprekstri. Hann segir einnig meðalfargjaldið vera undir þrýstingi en í nóvember sl. varð 11,5% samdráttur á fjölda dýrustu farmiðanna  á heimsvísu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK