Gengisvísitalan hélt áfram að lækka í dag og er lokagildi hennar 195 stig en upphafsgildi hennar var 199 stig. Þetta þýðir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 2,01% í dag, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Bandaríkjadalur stendur í 113,10 krónum, evran er í 147,90 krónum, pundið er 161,92 krónur og danska krónan er 19,846 krónur.