Höftin losuð og vextir lækkaðir

Arnór Sighvatsson.
Arnór Sighvatsson. mbl.is/G.Rúnar

„Hér verður sendinefnd frá IMF í febrúar og þar verður farið yfir höftin. Það er okkar ósk að höftin verði losuð eins og fljótt og hægt er,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, en nú stendur yfir fundur í Seðlabankanum með sérfræðingum greiningardeilda og fulltrúum vinnumarkaðarins.

Stýrivextir lækkaðir
„Verðbólgan mun hjaðna mjög hratt, sem þýðir að raunstýrivextir munu að óbreyttu hækka, það gefur færi á vaxtalækkun. Spurningin er hversu mikinn raunvaxtamun við þurfum til þess að tefla ekki gengismarkmiðum í tvísýnu. Raunstýrivextir í helstu viðskiptalöndum Íslands hafa lækkað að undanförnu, víða verið neikvæðir, skoðaðir í ljósi liðinnar verðbólgu,“ segir Arnór.

Hann segir að kannanir sýni að verðbólguvæntingar séu mjög háar. Bæði fyrirtæki og heimili vænti mikillar verðbólgu á næsta ári, mun meiri en séu í spá Seðlabankans. „Það er vissulega erfitt að meta þær væntingar sem erlendir fjárfestar hafa. Ég held að það sé ljóst að þegar verðbólgan hjaðnar þá mun traust á krónuna aukast. Spurningin er hve langan tíma mun það taka að ávinna það traust sem er nauðsynlegt áður en að höftin verða afnumin,“ segir Arnór. Hann segir að þar sem þessir þættir séu háðir óvissu hafi Seðlabankinn ekki treyst sér til þess að birta stýrivaxtaferil. „Stýrivextir munu þó lækka mjög hratt á árinu,“ segir Arnór.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK