Mat á eignum og skuldum bankanna miðar vel

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á eign­um og skuld­um nýju bank­anna miðar vel áfram sam­kvæmt því sem kem­ur fram á vef FME. Er það í hönd­um Deloittee LLP til að ljúka mati á eign­um og skuld­um NBI hf., Nýja Glitn­is banka hf. og Nýja Kaupþings banka hf.

„Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur í sam­ræmi við vilja­yf­ir­lýs­ingu Íslands gagn­vart Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum hinn 15. nóv­em­ber sl. fengið Deloittee LLP til að ljúka mati á eign­um og skuld­um NBI hf., Nýja Glitn­is banka hf. og Nýja Kaupþings banka hf. Eins og fram kem­ur í þrem­ur ákvörðunum sem birt­ar voru af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu 9. janú­ar 2009 mun mat á eign­um og skuld­um taka lengri tíma en upp­haf­lega var áætlað. Ákvörðun um end­an­leg­an frest verður tek­in eigi síðar en 15. fe­brú­ar 2009.

Eins og fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá 11. des­em­ber 2008 mun Oli­ver Wym­an áfram vinna að sam­hæf­ingu end­ur­mats­ins."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK