Óbreyttir stýrivextir

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 18% en þeir voru hækkaðir úr 12% í lok október  í takt við viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF).  

Greining bankans á stöðu og horfum í efnahagsmálum mun birtast í Peningamálum á heimasíðu bankans í dag um kl. 11. Venjan er sú að bankastjórn Seðlabanka Íslands ásamt aðalhagfræðingi bankans kynna peningamál fyrir fréttamönnum klukkan 11 á vaxtaákvörðunardegi en enginn slíkur fundur er boðaður í dag.

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er þann 19. mars nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK